Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Landsbankinn fjármagnar skemmtigarð í Smáralind

14.2.2012

Landsbankinn tekur þátt í að fjármagna nýjan skemmtigarð sem verður opnaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind í næsta mánuði. Skemmtigarðurinn verður þar sem Vetrargarðurinn var áður, í austurenda Smáralindar.

Landsbankinn tekur þátt í að fjármagna nýjan skemmtigarð sem verður opnaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind í næsta mánuði. Skemmtigarðurinn verður þar sem Vetrargarðurinn var áður, í austurenda Smáralindar.

Framkvæmdir hófust í sumar og er áætlaður kostnaður við framkvæmdina um 600 milljónir króna. Skemmtigarðurinn verður á tveimur hæðum á um 2000 fermetra svæði. Hann mun opna í nóvember og er gert ráð fyrir því að starfsmenn verði um 60, samkvæmt fréttatilkynningu.

Eyþór Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir munu sjá um rekstur Skemmtigarðsins en að fyrirtækinu standa fjórar fjölskyldur.

Skrifað undir fjármögnun á 600 milljón króna skemmtigarði í Smáralind.

Skrifað undir fjármögnun á 600 milljón króna skemmtigarði í Smáralind. Á myndinni eru þau Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Guðjónsson f.h. Skemmtigarðsins í Smáralind og Kristján Guðmundsson og Gerald Häsler f.h. Landsbankans.