Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Landsbankinn, eigandi Regins ehf. tilkynnir um skráningu tveggja félaga á hlutabréfamarkað

14.2.2012

Landsbankinn tilkynnir um skráningu tveggja félaga á hlutabréfamarkað

Landsbankinn mun í samræmi við loforð sem gefið var á aðgerðalista bankans í febrúar, skrá tvö félög í eigu bankans á hlutabréfamarkað. Þetta eru Horn fjárfestingafélag hf. annarsvegar og Reginn ehf. hinsvegar.

Reiknað er með að hægt verði að skrá Horn fjárfestingafélag hf. á markað á komandi vetri en skráning Regins ehf. verði á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012.

Undirbúningur að skráningu félaganna er þegar hafinn og hafa forsvarsmenn félaganna beggja tilkynnt Kauphöll Íslands um áform sín.

Markmið  Landsbankans með skráningu félaganna tveggja er að efla hlutabréfamarkaðinn og bjóða fjárfestum til kaups á opnum markaði hlutabréf í tveimur fjárhagslega sterkum félögum.

Reginn ehf. er dótturfyrirtæki Landsbankans og var stofnað til að fara með eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteignafélaga sem líklegt þótti að bankinn ætti um einhvern tíma. Stofnun Regins og starfsemi félagins var einn þáttur í þeim víðtæku ráðstöfunum sem Landsbankinn greip til á árinu 2009 vegna fyrirsjáanlegrar fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja.

Eignasafn Regins ehf.

Reginn er eigandi að mörgum af helstu fasteignum höfuðborgarsvæðisins.  Félagið á t.d. Smáralind og Egilshöll og verður heildarverðmæti fasteignasafnsins við skráningu líklegast um 30 milljarðar króna. Útleiguhlutfall félagsins við skráningu er áætluð um 90%. Að auki á Reginn nokkur mjög stór og spennandi þróunarverkefni.  Unnið er að því að fullmóta eignasafn Regins ehf. fyrir skráningu og stefnt er því að þeirri vinnu ljúki síðar á þessu ári. Ekkert fasteignafélag er skráð í kauphöll á Íslandi sem stendur en slíkt er algengt víða um heim.

Horn fjárfestingarfélag hf. er dótturfélag Landsbankans og var stofnað í lok árs 2008 til að aðgreina umsýslu fjárfestinga í hlutabréfum frá meginstarfsemi Landsbankans.

Starfsmenn Horns annast fjárfestingu og umsýslu hlutabréfasafns félagsins sem er vel dreift jafnt í skráðum og óskráðum eignum. Mikil áhersla er lögð á vandaða greiningu á fjármálamörkuðum og þeim félögum sem eru í eignasafni Horns á hverjum tíma.

Eignasafn og fjárfestingastefna Horns fjárfestingafélags hf.

Horn fjárfestingarfélag hf. hefur það að markmiði að fjárfesta á innlendum og erlendum mörkuðum, bæði í skráðum og óskráðum verðbréfum. Langtímastefna félagsins byggir á því að vinna úr núverandi fjárfestingum með stjórnendum fyrirtækja og öðrum fjárfestum og auka þannig virði þeirra. Að auki leitar Horn nýrra fjárfestingartækifæra í áhugaverðum fyrirtækjum þar sem starfsemin fellur að fjárfestingarstefnu félagsins.