Kvikmyndahús – hönnun og framkvæmd, opnun tilboða
14.2.2012
Í dag 15. febrúar voru opnuð tilboð í verkið Egilshöll-kvikmyndahús, en á grundvelli forvals voru valdir fjórir aðilar til að vinna tilboð í verkið. Um er að ræða lokað útboð á hönnun og framkvæmd allra ólokinna verkþátta við kvikmyndahúsið.
Eftirfarandi tilboð bárust (tölur eru m/vsk):
Eykt ehf. | aðaltilboð | kr. 462.531.051,- |
SS Verktakar | aðaltilboð | kr. 538.699.153,- |
SS Verktakar | frávikstilboð | kr. 498.855.000,- |
JÁ Verk | aðaltilboð | kr. 558.097.338,- |
JÁ Verk | frávikstilboð | kr. 539.678.995,- |
Ístak | aðaltilboð | kr. 664.079.539,- |
Kostnaðaráætlun | kr. 741.300.000,- |
Nú standa yfir skýringarviðræður með lægstbjóðendum. Stefnt er að því að ljúka yfirferð tilboða, vali á verktaka og gerð verksamnings innan fjögurra vikna frá opnun tilboða.