Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Kvartmíluklúbburinn heldur 40 ára afmælis bílasýningu dagana 5-7. júní nk. í Egilshöll

27.5.2015

Af því tilefni verður sýning á vegum Kvartmíluklúbbsins á eftirtöldum tímum: föstudag 5. júní frá kl 18-22, laugardag 6. júní frá kl. 10-22 og sunnudag  7. júní frá kl. 10-17.

Yfir 200 tæki verða á sýningunni og þar á meðal kraftmestu kvartmílubílar, götubílar og mótorhjól landsins.

Auk þessa verða flottustu bílar landsins, gamlir, nýir, breyttir, 1200 hestafla götubílar o.fl.  Helsta aðdráttaraflið er samt án vafa, “Jet car” bíllinn Fire Force 3 sem er 10.000 hestöfl og fer kvartmíluna á um 5 sec. og nær um 500 km/klst. 

Einnig verður hægt að sjá Fire Force keyra á kvartmílubrautinni, Álfhellu, Hafnarfirði fimmtudaginn 4. júní nk. og opnar svæðið 18:30.