Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Kolefnisspor Regins lækkar um 19%

15.2.2023
Kolefnisspor Regins fasteignafélags hefur lækkað um 19% yfir fjögurra ára tímabil. Þetta kemur fram í nýrri sjálfbærniskýrslu félagsins sem staðfest er af utanaðkomandi staðfestingaraðila, KPMG.

Kolefnisspor Regins fasteignafélags hefur lækkað um 19% yfir fjögurra ára tímabil. Þetta kemur fram í nýrri sjálfbærniskýrslu félagsins sem staðfest er af utanaðkomandi staðfestingaraðila, KPMG. Reginn hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð og hefur 27% af eignasafni félagsins nú hlotið umhverfisvottunina BREEAM In-use.

Umfangsmiklar framkvæmdir hafa átt sér stað innan eignasafnins og var heildarfjárfesting félagsins, alls 4,4 ma.kr. á árinu 2022. Meðal verkefna sem fjárfest var fjölgun rafbílahleðslustöðva við eignir félagsins og snjallsorp í Smáralind, en það er snjallt flokkunarkerfi sem stuðlar að betri og hagkvæmari sorpflokkun. Lausnin hefur þegar gefið góða raun á Hafnartorgi og er fyrirhuguð uppsetning á Höfðatorgi og í Egilshöll. Þá hefur starfsánægja aldrei mælst hærri og sótti starfsfólk félagsins að meðaltali 43 klukkustundir af endurmenntun, ráðstefnum og fyrirlestrum á árinu 2022, þar af um 11 klst. tileinkaðar sjálfbærni.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fasteignafélags: „Við hjá Regin höfum lagt mikla áherslu á sjálfbæra þróun í okkar verkefnum og erum virkilega stolt og ánægð með að hafa lækkað kolefnisspor félagsins um 19% á síðustu fjórum árum. Framundan eru fleiri sóknarfæri í tengslum við þessa vegferð. Einnig er virkilega gleðilegt að sjá að starfsánægja hefur aldrei mælst hærri. Þessi árangur hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut og gera enn betur.“

Sjálfbærniskýrslu Regins fyrir árið 2022 má nálgast hér.