Keiluhöllin fær viðurkenningu frá Evrópska Keilusambandinu
29.3.2016

Nýlega fékk Keiluhöllin viðurkenningu frá Evrópska keilusambandinu eða European Tenpin Bowling Federation.
Viðurkenningin er meðal æðstu viðurkenninga sem keilusalur getur fengið í Evrópu og til vitnis um góða aðstöðu í Egilshöll til alþjóðlegs mótahalds.
Nýlega hefur salurinn gengið í gegnum viðhald í samstarfi milli Regins og Keiluhallarinnar.