Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Kauptilboð Regins hf. í fasteignina að Ofanleiti 2 samþykkt

20.12.2012

SVÍV ses. hefur samþykkt kauptilboð Regins hf. í alla fasteignina að Ofanleiti 2. SVÍV ses. er sjálfseignastofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun. Fasteignin sem er 7.781 m2 að stærð og hýsir í dag rekstur yfir 20 leigutaka með fjölbreytta starfsemi. Áður var Háskólinn í Reykjavík með aðsetur í eigninni. Réttindi leigutaka haldast óbreytt við kaup Regins á eigninni. Tilboðið var gert með fyrirvara m.a. um niðurstöðu á greiningu leigusamninga. Áætlað er að kaupsamningur verði undirritaður í janúar 2013.

Kaup þessi eru innan ramma fjárfestingastefnu Regins sem felur meðal annars í sér að auka hlut í skrifstofuhúsnæði . Kaupverðið er trúnaðarmál en áhrif kaupanna ef að verða eru áætluð yfir 4% aukning á EBITDA Regins hf.