Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Joe & the Juice og MOA í Smáralind

7.8.2013


J&TJNú standa yfir framkvæmdir í göngugötu Smáralindar þar sem verið er að undirbúa opnun dönsku keðjunnar Joe & the Juice. Staðurinn mun bjóða upp á holla ávaxtadrykki, samlokur og kaffi. Ráðgert er að staðurinn opni á næstunni.

Ný verslun mun einnig opna 22. ágúst í Smáralind en það er franska fylgihlutakeðjan MOA. Þar verður að finna fjölbreytt úrval fylgihluta s.s. skartgripi, töskur, skó og slæður. Þetta er fyrsta verslun MOA á Íslandi en fyrirtækið var stofnað árið 2002 í París og rekur nú um 100 verslanir í 10 löndum.

Upplýsingar og fréttir frá Smáralind má finna á heimasíðu og Facebook síðu Smáralindar.