Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

HSN opnar í Sunnuhlíð

9.2.2024

HSN opnar í Sunnuhlíð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun formlega flytja heilsugæslustöð sína í húsnæði Regins við Sunnuhlíð á Akureyri þann 19. febrúar næstkomandi. Heilsugæslan verður með 1.840 fermetra til ráðstöfunar undir sína starfssemi sem staðsett verður á 2. hæð í heilsutengda þjónustukjarnanum Sunnuhlíð.

Heilsugæslan hefur verið í Amaro-húsinu við Hafnarstræti á Akureyri í yfir fjörutíu ár. Þar hefur aðgengi verið slæmt, rakaskemmdir í húsi og fyrir tæpu ári síðan var ákveðið að flytja hluta starfseminnar vegna myglu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir húsakostinn í Sunnuhlíð verða byltingu fyrir starfsfólk og bæjarbúa. „Til langs tíma er húsnæði alger grunnforsenda þess að maður haldi fólki og geti fengið nýtt fólk til að sinna þessari mikilvægu þjónustu“, segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN.

RÚV fjallaði um opnunina í fréttum sínum í vikunni og má innslagið sjá hér

 

Enn eru laus rými til ráðstöfunar í Sunnuhlíð og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við leiga@reginn.is fyrir nánari upplýsingar.