HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót
20.11.2023

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót
Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum.
Því til viðbótar er búið að ganga frá leigusamningum við fleiri öfluga aðila í heilsutengdri þjónustu og verslun. Sjúkraþjálfun Akureyrar mun starfrækja glæsilega sjúkraþjálfunarstöð á neðri jarhæð hússins og Lyfja mun opna apótek á jarðhæð hússins. Áætlað er að þessir rekstraraðilar muni hefja rekstur í húsinu á vormánuðum.
Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við leiga@reginn.is fyrir nánari upplýsingar.