Hópráðningar í Skemmtigarðinum

14.2.2012

Hópráðningar standa fyrir dyrum hjá Skemmtigarðinum sem opnar bráðum 2.000 fermetra innanhússtívolí í Smáralind. Áætlað er að ráða 60 manns í vinnu og tóku umsækjendur þátt í óhefðbundnu ráðningarferli.

Hópráðningar standa fyrir dyrum hjá Skemmtigarðinum sem opnar bráðum 2.000 fermetra innanhússtívolí í Smáralind. Áætlað er að ráða 60 manns í vinnu og tóku umsækjendur þátt í óhefðbundnu ráðningarferli.

Um hundrað manns voru boðaðir í hópviðtöl en áætlað er að ráða starfsfólk til að vinna í nýjum Skemmtigarði í Smáralind. Þar eru framkvæmdir nú í hámarki en vonast er til að opna garðinn um næstu mánaðamót.

Hópviðtölin voru með þeim hætti að hver hópur þurfti að leysa verkefni í sameiningu og fara í leiki. Á meðan fylgdust forsvarsmenn Skemmtigarðsins með og mátu hvern og einn eftir hans frammistöðu.

Þeir eiginleikar eru númer eitt, tvö og þrjú að brosa, hafa þjónustulund og hafa gaman að starfinu. Fólk þarf að vera jákvætt og geta tæklað aðstæður rétt.