Hönnun á Hafnartorgi verðlaunuð

22.3.2023
Hönnun á Hafnartorgi hlaut gullverðlaun á verðlaunahátíð FÍT, Fé­lags ís­lenskra teikn­ara sem fram fór í 22. sinn 17. mars sl. Þar voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir það besta í graf­ískri hönn­un og mynd­lýs­ing­um á Íslandi.

Verðlaun FÍT, Fé­lags ís­lenskra teikn­ara voru af­hent í 22. sinn 17. mars sl. Þar voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir það besta í graf­ískri hönn­un og mynd­lýs­ing­um á Íslandi. Alls bár­ust yfir 500 inn­send­ing­ar í 21 flokk, sem er met, og þar af voru 92 verk­efni til­nefnd.

Á verðlaunaafhendingunni hlaut hönnuðurinn Alberto Farreras Muñoz gullverðlaun fyrir verk sitt í flokki umhverfisgrafíkur sem hann vann fyrir skjái í veitingarými í Hafnartorg Gallery. Hönnun á Hafnartorgi Gallery þykir skara fram úr og eru verðlaun Alberto skýrt dæmi um það hvernig hönnun getur haft áhrif á stemningu og upplifun á jafn fjölbreyttu svæði og Hafnartorg er.

Dómnefndin sagði þetta um verk Alberto: „Falleg og ljóðræn stemmning. Lágstemmd umhverfisgrafík sem býr til útsýni í gluggalausu rými. Snjallur dúalismi skapar réttu stemninguna, á daginn og svo kvöldin. Styrkir rýmið á smekklegan hátt. Fær það til að rísa á daginn og færir það neðansjávar á kvöldin.“

Við hjá Regin óskum Alberto innilega til hamingju með þennan góða árangur og þökkum einkar ánægjulegt samstarf. Að sama skapi bjóðum við gesti og gangandi velkomna á Hafnartorg og í Hafnartorg Gallery en á svæðinu má finna fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða og afþreyingar.