Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Hluthafafundur Regins hf. 4. desember 2012

12.11.2012

Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 4. desember 2012

Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 4. desember 2012 og hefst stundvíslega kl. 15:00.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  1. Kosning tveggja nýrra stjórnarmanna
  2. Tillaga lögð fram um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum
  3. Önnur mál

Dagskrá og endanlegar tillögur munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, viku fyrir hluthafafundinn.
Upplýsingarnar verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, www.reginn.is.

Fundargögn verða afhent á fundarstað.