Hluthafafundur 2. febrúar

15.1.2024

Hluthafafundur 2. febrúar

Stjórn Regins boðar til rafræns hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður föstudaginn 2. febrúar næstkomandi klukkan 15:00.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1. Kosning endurskoðunarfélags

Stjórn leggur til við hluthafafund að Deloitte ehf. verði kjörið sem endurskoðunarfélag félagsins.

2. Önnur mál, löglega fram borin

Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í hlutaskrá samkvæmt hluthafakerfi félagsins þegar hluthafafundur fer fram geta beitt réttindum sínum á hluthafafundi. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess.

Óskað er eftir að umboð berist tímanlega fyrir dagsetningu hluthafafundar á netfangið fjarfestatengsl@reginn.is og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúruhafa. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað hvort heldur sem fyrr er.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar áður en ein vika er til fundarins. Mikilvægt er að tillögur berist með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins, en eigi síðar en 10 dögum fyrir hluthafafund, eða kl. 15:00 þann 23. janúar 2024.

Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið fjarfestatengsl@reginn.is.

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins. Fundurinn og atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram í gegnum Lumi AGM. Allir hluthafar sem taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til þess að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM. Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fundinn og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru leyti.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, eru beðnir um að skrá sig á skráningarsíðu fundarins: www.lumiconnect.com/meeting/reginn2024egm eigi síðar en klukkan 15:00 þann 31. janúar 2024 eða tveimur dögum fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.

Gögn vegna fundarins verða aðgengileg á skrifstofu félagsins og á vefsvæði tengdu hluthafafundi á heimasíðu félagsins, www.reginn.is/fjarfestavefur, en endanleg dagskrá og tillögur verða aðgengilegar að minnsta kosti einni viku fyrir hluthafafund, sbr. 18 gr. samþykkta félagsins.