Hlutabréf Regins hf. tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands

21.6.2012

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Regins hf. um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Þann 13. júní sl. samþykkti Kauphöllin umsókn Regins hf. að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár. Þeim skilyrðum hefur nú verið fullnægt. Fyrsti viðskiptadagur með hluti Regins hf. verður 2. júlí nk.