Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir varamaður kemur inn í stjórn Regins hf.

27.11.2013

Frá og með föstudeginum 29. nóvember mun Guðrún Blöndal láta af störfum í stjórn Regins hf. Á sama tíma kemur í hennar stað Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir varamaður í stjórn Regins .

Hjördís er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís hefur mikla stjórnunarreynslu en hún var árin 2010 -2012 framkvæmdastjóri Endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum ásamt því að leiða sameiningu SP fjármögnunar og Avant í nýtt svið Landsbankans sem heitir  Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans.  Hjördís hefur einnig starfað í Fjármálaráðuneytinu sem ráðgjafi Fjármálaráðherra frá 2009-2010. Stjórn og stjórnendur Regins bjóða hana velkomna í hópinn.

Guðrún Blöndal  hefur setið í stjórn Regins frá því í desember 2012.  Guðrún er að hverfa til annarra starfa og þakkar stjórn og stjórnendur félagins henni fyrir vel unnin störf fyrir Regin og óskar henni góðs gengis á nýjum starfsvettvangi.