Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Hækkun á hlutafé í Reginn hf.

30.4.2014

Í samræmi við 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, tilkynnir Reginn hf., að félagið hafi aukið hlutafé sitt um 128.700.000 krónur að nafnverði. Heimild hluthafafundar er frá 11. febrúar þar sem samþykkt var að hækka hlutaféð um 128.700.000 . Bréfin eru gefin út í tengslum við kaup félagsins á 100% hluti í Klasa fasteignum ehf.  Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé. Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna er 1.300.000.000 krónur að nafnvirði en verður að henni lokinni 1.428.700.000 krónur að nafnvirði. Hver hlutur gildir einu atkvæði og eru því atkvæði í félaginu 1.428.700.000. Regin á ekki eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá.