Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Grænar áherslur Regins

10.1.2022
Reginn er brautryðjandi og framsækið fasteignafélag sem telur grænar áherslur fyrirtækja vera einn af lykilþáttum í rekstri þeirra. Með samfélagslega ábyrga hugsun að leiðarljósi verða til ný viðskiptatækifæri og fyrirtæki verða samkeppnishæfari. Félagið einsetur sér að vera leiðandi í mótun og rekstri fasteigna með markvissum aðgerðum í rekstri þeirra, fjárfestingum, skipulagi, nýbyggingum og samvinnu við leigutaka.

Grein þessi birtist í bókinni 300 stærstu sem nýverið kom út.

Reginn er brautryðjandi og framsækið fasteignafélag sem telur grænar áherslur fyrirtækja vera einn af lykilþáttum í rekstri þeirra. Með samfélagslega ábyrga hugsun að leiðarljósi verða til ný viðskiptatækifæri og fyrirtæki verða samkeppnishæfari.

Félagið einsetur sér að vera leiðandi í mótun og rekstri fasteigna með markvissum aðgerðum í rekstri þeirra, fjárfestingum, skipulagi, nýbyggingum og samvinnu við leigutaka.

Þannig getur Reginn átt þátt í að móta umhverfi fólks svo daglegt líf verði betra, ánægjulegra og öruggara. Árið 2019 setti félagið sér sjálfbærnistefnu og hefur síðastliðin ár unnið markvisst að því að innleiða sjálfbærni í sína starfsemi sem og að aðstoða leigutaka við að ná árangri í rekstri þeirra eigna sem þeir leigja hjá félaginu.

Reginn hefur sett sér markmið að ná sem fyrst miklum árangri í að minnka neikvæð umhverfisáhrif frá eignasafni sínu. Því var valin sú leið að leggja áherslu á að votta núverandi eignasafn félagsins.

Félagið hefur sérstöðu meðal íslenskra fasteignafélaga en Reginn sér um rekstur í einum þriðja af eignasafni sínu og birtir ársfjórðungslega umhverfisuppgjör fyrir þær eignir. Reginn er því í einstakri aðstöðu til að hafa áhrif og til að minnka neikvæð umhverfisáhrif fasteigna sinna en fasteignir eru ábyrgar fyrir stórum hluta af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Reginn hefur á undanförnum árum ráðist í aðgerðir með það fyrir augum að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum fasteigna með því að gera núverandi fasteignir félagsins og rekstur í þeim umhverfisvænni. Með umhverfisvottununum á eignasafni sínu getur félagið haft mestu áhrifin strax í stað þess að einblína eingöngu á skipulag og byggingar í þróun. Samvinna með hagaðilum er síðan einn af lykilþáttum til að stuðla að umhverfisvænum rekstri. Reginn hefur þegar vottað tvær af stærstu fasteignum í eignasafni sínu með BREEAM Inuse vottunum, Smáralind og Höfðatorg sem alls eru 23% af eignasafni félagsins. Þá er unnið að BREEAM vottun fleiri bygginga m.a. Borgartúns 8-16. BREEAM In-use vottunin er hönnuð til að meta og draga úr umhverfisáhrifum og bæta rekstur atvinnuhúsnæðis á hagkvæman og áhættulítinn hátt. Vottunin er að auki staðfesting þriðja aðila á því að rekstraraðili fylgi bestu stöðlum og kröfum í rekstri fasteigna. Umhverfisvottun fasteigna auðveldar upplýsingagjöf til leigutaka um rekstrarþætti eins og orku- og sorpflokkun sem æ meiri eftirspurn er eftir. Félagið stefnir á að 30% af eignasafninu verði vottuð í lok næsta árs og 50% verði vottuð árið 2025.

Félagið vinnur að fjölmörgum verkefnum til að tryggja áframhaldandi þróun í átt að sjálfbærni í eignasafninu og í rekstri þess. Sérþróuð lausn sem kallast Snjallsorp Regins hefur gefið góða raun, aukið flokkun sorps leigutaka og gefið þeim færi á að fylgjast með losun og flokkun á „Mínum síðum Regins“ en einnig stuðlar Snallsorp að réttlátari skiptingu kostnaðar. Búið er að vinna snjallsorplausnir fyrir stærri fasteignir eins og Smáralind þar sem umfang sorpmagns er mun meira en í hefðbundnum fasteignum og verður hún innleidd á næstu misserum. Reginn hefur lagt aukna áherslu á að bæta grænar samgöngur við fasteignir sínar með rafbílahleðslum, hjólageymslum og hjólastæðum og mun halda áfram á þeirri vegferð. Unnið er að þróun á snjalllausnum sem auka upplýsingagjöf til leigutaka á rekstrarþáttum, gerir þeim kleift að fylgjast með þróuninni og lækka þannig rekstrarkostnað. Samvinna við viðskiptavini er lykilforsenda þess að ná til stærri hluta eignasafnsins og ná enn meiri árangri í umhverfismálum.

Samvinna Regins og leigutaka á þessu sviði verður síðan grunduð í „Grænum leigusamningum“ sem aðilar munu gera á milli sín, sú vegferð er þegar hafin.

Verkefnin eru ærin og mikilvæg og ljóst er að megináhersla verður á umhverfismál, sjálfbærni og samfélagslegar áherslur í rekstri félagsins til framtíðar.