Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Glæsileg aðstaða í Skútuvogi

4.9.2018
Nýlega fékk Arctic Adventures afhent glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Skútuvogi 2. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til við að skapa nýjar og aðlaðandi höfuðstöðvar fyrir þetta öfluga og ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki, sbr. meðfylgjandi myndir.

Nýlega fékk Arctic Adventures afhent glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Skútuvogi 2. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til við að skapa nýjar og aðlaðandi höfuðstöðvar fyrir þetta öfluga og ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki, sbr. meðfylgjandi myndir. Félagið var áður til húsa í öðru leiguhúsnæði hjá Reginn að Vatnagörðum 8 en í kjölfar aukinna umsvifa og sameiningar við annað fyrirtæki var starfsseminni fundið nýtt húsnæði að Skútuvogi 2 með þessari vel heppnuðu útkomu.

Töluverð endurnýjun hefur átt sér stað á húsnæðinu að Skútuvogi 2 sem gefur fyrirtækjum tækifæri til að fá leigurými í glæsilegu húsnæði á eftirsóknarverðum stað. Húsið er staðsett í næsta nágrenni við Sundahöfn og alveg við Sæbraut sem hefur mikið auglýsingagildi. Fjöldi bílastæða er við húsið og gott athafnarými.

Ennþá eru nokkur laus útleigurými í húsinu, bæði á jarðhæð og á annarri hæð sem getur hentað þörfum stærri sem smærri rekstraraðila. Nánari upplýsingar um laus rými má finna hér