Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Geðheilsuteymi HH suður komið með framtíðarhúsnæði

27.2.2020
Geðheilsuteymi HH suður var stofnað sl. haust. Teymið fær nú samastað til frambúðar, eftir undirritun leigusamnings við Reginn

Geðheilsuteymi HH suður var stofnað sl. haust. Teymið fær nú samastað til frambúðar, eftir undirritun leigusamnings Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Reginn.

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hefur á síðustu mánuðum haft með höndum öflun húsnæðis fyrir starfsemi Geðheilsuteymis HH suður. Í dag var leigusamningur á milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og Regins um leigu á 420 fermetra húsæði í Bæjarlind 1-3 í Kópavogi fyrir starfsemina.

Reginn mun skila húsnæðinu tilbúnu til notkunar 1. júní næstkomandi.

Hlutverk FSR í öflun húsnæðis er að greina þörf fyrir húsnæði, leita valkosta og velja svo hentugasta og hagkvæmasta kostinn. Þá hefur FSR yfirumsjón með hönnun og breytingu á leiguhúsnæðinu fyrir hönd leigutaka og fylgir verkefninu fram að afhendingu.

Geðheilsuteymi HH suður er þriðja geðheilsuteymið sem sett er á laggirnar. Teymið sinnir íbúum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnafjarðar og hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði í júní síðastliðnum.

Tvö teymi voru þegar starfandi, Geðheilsuteymi HH austur sem staðsett er í Grafarvogi og sinnir íbúum Reykjavíkur austan Elliðaáa og Geðheilsuteymi HH vestur sem er á Skúlagötu en það teymi sinnir íbúum Reykjavíkur vestan Elliðaáa.

Starfsemi geðheilsuteyma höfuðborgarsvæðisins byggja á þingsályktun um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem Alþingi samþykkti í apríl 2016. Eitt að aðalmarkmiðum áætlunarinnar var að þjónusta við fólk með geðraskanir væri samþætt og samfelld. Í því samhengi er tiltekið að fólk sem glímir við geðröskun hafi aðgang að þverfaglegu teymi heilbrigðis- og félagsþjónustu sem komi að greiningu og meðferð.

Í hverju teymi eru 10-15 starfsmenn sem koma að greiningu og meðferð geðraskana.

Á myndinni má sjá Jónas Guðmundsson frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Páll V. Bjarnason frá Reginn við undirritun samningsins. Með þeim á myndinn er verkefnastjóri FSR sem hefur umsjón með húsnæðisöfluninni, Olga Guðrún Sigfúsdóttir.