Fulltrúi Smáralindar kjörinn í stjórn Markaðsstofu Kópavogs

22.2.2013

Stjorn Markaðsstofu.jpgÍ gær var Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar kjörinn í stjórn Markaðsstofu Kópavogs sem fulltrúi Smáralindar

Stjorn Markaðsstofu.jpgÍ gær var Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar kjörinn í stjórn Markaðsstofu Kópavogs sem fulltrúi Smáralindar. Auk hans voru einnig kosnir tveir fulltrúar annarra fyrirtækja í Kópavogi og fjórir frá Kópavogsbæ.  Smáralind sem er stærsta verslunarmiðstöð á Íslandi verður öflugur hlekkur í því starfi sem er framundan hjá Markaðsstofu Kópavogs.

Tilgangur Markaðsstofu Kópavogs er að efla samstarf atvinnulífsins, sveitarfélagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Kópavogs, í þeim tilgangi að bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu eða atvinnustarfsemi á svæðinu.

Sjá frétt á mbl.is