Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Fréttatilkynning

13.8.2012

Reginn hf. vill vekja  athygli á að Landsbankinn hefur tilkynnt Regin að bankinn hafi náð samkomulag við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) varðandi sölu á eignarhlut í Reginn hf.

 Þar kemur fram varðandi Reginn hf. að bankinn hafi skuldbundið sig til að selja 75% hlutafjár sins í félaginu fyrir árslok 2012.  Hvað varðar það hlutafé sem eftir stendur eða 25% hlutur í félaginu verður boðið til sölu fyrir árslok árið 2013 að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Rétt er að benda á að í skráningarlýsingu Regins sem gefin var út 11. júní s.l. kemur fram að Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf. hefur skuldbundið sig til að selja ekkert af 25% hlut sínum í Reginn næstu tíu mánuði eftir að opnað var fyrir viðskipti með bréf félagsins í Kauphöllinni.  Viðskipti með bréf félagsins hófst 2. júlí sl.  Þetta er því í fullu samræmi við þau fyrirheit sem ESA voru veitt.