Forsetahjón Íslands hefja sölu Neyðarkalls í Smáralind

2.11.2012

Forsetahjón Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff voru kát í Smáralind þegar þau hófu formlega sölu Neyðarkalls björgunarsveita sem standa mun yfir um helgina um land allt

olafurogdorrit

Forsetahjón Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og  Dorrit Moussaieff voru kát í Smáralind þegar þau hófu formlega sölu Neyðarkalls björgunarsveita sem standa mun yfir um helgina um land allt.

Neyðarkall björgunarsveita er lyklakippa með áföstum björgunarsveitarmanni/konu og rennur allur hagnaður af sölunni til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.