Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Fasteignamat 2024

7.6.2023
Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, hefur birt fasteignamat fyrir árið 2024. Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%. Í greiningu HMS sem birt var samhliða fasteignamati kom fram að minni atvinnueignir voru helst að drífa áfram hækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis.

Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að selja minni fasteignir Regins sem falla ekki að stefnuáherslum félagsins og er því eignasafnið byggt upp af stórum vel staðsettum fasteignum. Í dag er meðal stærð fasteigna Regins 3.700 fermetrar, sem skýrir minni hækkun fasteignamats eignasafns Regins í samanburði við heildina.