Evrópumót í keilu í Egilshöll

13.10.2014

Dagana 13. til 19. október verður Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið í Egilshöll. Keilusamband Íslands sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Evrópusamband keilunnar ETBF. 

Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu þau Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir Íslandsmeistara einstaklinga 2014.

Um 65 erlendir þátttakendur eru skráðir á mótið og er áætlað að fjöldi þáttakenda og aðstoðarmanna verði um 140 talsins.

Sjónvarpað verður frá mótinu bæði á rásum RÚV Sport laugardaginn 18.  október og á SportTV alla dagana. Úrslitin verða svo í beinni á báðum stöðvunum.

Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, keppendur o.fl., má finna á vefsíðu mótsins www.ecc2014.is