Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Endurnýting á gervigrasi í Egilshöll

10.7.2015

Á næstunni verður gervigrasið í Egilshöll endurnýjað.
Núverandi gervigras verður fjarlægt og nýtt lagt í staðinn.
Eigandi Egilshallar, Reginn fasteignafélag, hefur áhuga á
því að núverandi gervigras verði endurnýtt.

Þeir sem áhuga hafa á að endurnýta gervigrasið geta
sent tölvupóst á netfangið reginn@reginn.is,
fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 5. ágúst 2015
,
merkt GERVIGRAS, með eftirfarandi upplýsingum:
     ·    Nafn, heimilsfang, sími og netfang
     ·    Fjölda fermetra af gervigrasi sem óskað er eftir
         og fyrirhugaða notkun
     ·    Tilboðsverð í gervigrasið. Lágmarksverð miðast
         við að efnið verði fjarlægt af geymslusvæði seljanda
         að kostnaðarlausu.

Gervigrasið verður til afhendingar á geymslusvæði við
Egilshöll. Grasið er af gerðinni Polytan með 40 mm háum
(monofiber) stráum og verður afhent án innfylliefna, sandi
og gúmmíkurli. Gervigrasið verður afhent á rúllum með
6 - 8 m breidd. Mögulegt er þó að fá gúmmíkurlið (svokallað
SBR gúmmí) með. Heildarstærð gervigrass er um 7.600 m2.