Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Endanleg dagskrá hluthafafundar Regins hf. 22. mars 2016

1.3.2016

Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar – og ráðstefnuhúsi, í fundarsalnum Rímu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 22. mars 2016 og hefst stundvíslega kl. 17:00.

Endanleg dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  1. Tillaga um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 126.600.000,- kr. að nafnvirði með breytingu á samþykktum félagsins sem felst í eftirfarandi viðbót við 4. gr. samþykkta félagsins:

„Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 126.600.000,- kr. að nafnvirði. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórnin skal ráðstafa hlutafjárhækkuninni sem greiðslu fyrir hlutafé í CFV 1 ehf. og Ósvör ehf. í samræmi við kaupsamning þar að lútandi á genginu 19,0 kr. á hlut. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Framangreind heimild stjórnar Regins hf. rennur út þann 31. desember 2016.”

  1. Tillaga um eftirfarandi breytingar á 22. gr. samþykkta félagsins:

a)    Eftirfarandi setning í 2. mgr. 22. gr. falli niður: 

„Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar“.

 

b)    Ný málsgrein sem verður 3. mgr. 22. gr. bætist við og hljóði svo:

„Ef ljóst er fimm dögum fyrir aðalfund að komandi stjórn mun ekki uppfylla skilyrði um kynjahlutföll samkvæmt 2. mgr. 22. gr. samþykkta þessara er sitjandi stjórn heimilt að leita eftir framboðum einstaklinga af því kyni sem hallar á. Hafi frambjóðendur af því kyni sem hallar á ekki boðið sig fram tveimur dögum fyrir aðalfund skal stjórn boða til framhaldsaðalfundar 3-4 vikum eftir aðalfund og auglýsa að nýju eftir framboðum. Skal boða til framhaldsaðalfundar svo oft sem þörf krefur til þess að ná kynjahlutfalli skv. 2. mgr. 22. gr. og skal stjórn sitja þar til slíku kynjahlutfalli er náð.“

c)         Ný málsgrein sem verður 4. mgr. 22. gr. bætist við og hljóði svo:

„Náist kynjahlutföll 2. mgr. 22. gr. ekki við kosningu stjórnar á hluthafafundi skal sá er fékk flest atkvæði af þeim sem náðu ekki kjöri, og er af því kyni sem hallar á, taka sæti þess er fæst atkvæði fékk af þeim sem náðu kjöri, og er af fjölmennara kyninu. Hafi slík kynjahlutföll ekki enn náðst skal sá er fékk næstflest atkvæði af þeim sem náðu ekki kjöri, og er af því kyni sem hallar á, taka sæti þess er næstfæst atkvæði fékk af þeim sem náðu kjöri, og er af fjölmennara kyninu.“

    

3.    Önnur mál.

Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að því hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar með það löngum fyrirvara, að unnt sé samkvæmt samþykktum þessum að taka málið á dagskrá fundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess.

Hluthafafundurinn er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann skv. 2. mgr. 16. gr. sbr.  14. gr. samþykkta félagsins.

Dagskrá og endanlegar tillögur með greinargerð ásamt öðrum gögnum sem tillögunni kunna að fylgja munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, þremur vikum fyrir hluthafafundinn. Dagskrá og endanlegar tillögur verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, www.reginn.is.

 

Kópavogur, 1. mars  2016.

Stjórn Regins hf.