Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. lýkur endurfjármögnun allra langtímalána

14.2.2012

Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., sem á og rekur verslunarmiðstöðina Smáralind, hefur lokið endurfjármögnun á öllum langtímalánum sínum. Félagið hefur tekið ný hagstæðari lán hjá Landsbankanum og Íslandsbanka til að greiða upp óhagstæðari erlend og innlend lán. Endurfjármögnunin er liður í að styrkja rekstur þess og lækka vaxtakostnað.

Nýju lánin eru verðtryggð í íslenskum krónum sem dregur úr áhættu, þar sem stærstur hluti leigusamninga félagsins eru verðtryggðir. Einnig dregur úr greiðslubyrði lána frá því sem nú er.

Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. er með sterka lausafjárstöðu og góðan rekstur og mun endurfjármögnunin styrkja rekstur þess enn frekar.