Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

COS opnar í fyrsta sinn á Íslandi

24.5.2019

Alþjóðlega tískuvörumerkið COS hefur opnað glæsilega verslun á Hafnartorgi með úrvali af tískuvörum bæði fyrir dömur og herra. Um er að ræða 600 m2 verslunarrými á tveimur hæðum í glæsilegu húsnæði sem á engan sinn líka á Íslandi m.t.t. arkitektúrs, staðsetningu og gæða. Sérstaklega er gaman að sjá hversu vel verslunin er útfærð þannig að stórir gluggafletir njóta sín sem gerir verslunina einstaklega bjarta og skemmtilega með stórbrotnu útsýni yfir á Arnarhól og Stjórnarráðið.