Árshlutareikningur Regins hf. fyrstu níu mánuði ársins 2014

25.11.2014

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 30. september 2014 var samþykktur af stjórn þann 25. nóvember.

·        Rekstrartekjur námu 3.458 milljón króna.

·        Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 2.183 milljónir króna.

·        Hagnaður eftir  tekjuskatt nam 1.182 milljónum króna.

  • Fjárfestingareignir voru metnar á 52.140 milljónir króna

·        Vaxtaberandi skuldir voru 32.251  milljónir króna í lok tímabilsins samanborið við 24.837 milljónir kr. við árslok 2013.

·        Handbært fé frá rekstri nam 1.049 milljónum króna.

·        Eiginfjárhlutfall er 32%.

·        Hagnaður á hlut var 0,86 samanborðið við 0,84 árið áður.

 

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.) Fjöldi hluthafa við lok september er 647.

Rekstur og afkoma

Afkoma Regins á tímabilinu var góð og í ágætu samræmi við áætlun félagsins. Rekstrartekjur námu 3.458 milljón króna og þar af námu leigutekjur 3.065 milljónum króna. Hækkun leigutekna frá sama tíma fyrra árs er um 18%. Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir var 2.183 milljónum króna og hefur aukist um 19% frá sama tíma fyrra árs.

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins samanstendur af fullgerðu atvinnuhúsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Í lok september 2014 átti Reginn 53 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var um 223 þúsund fermetrar. Útleiguhlutfall fasteignasafnsins var 97% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Stærstu eignir Regins eru verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi.

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers uppgjörtímabils í tengslum við gerð árshluta og ársreiknings og við matið er stuðst við núvirt framtíðar sjóðsflæði einstakra eigna. Matsbreyting á tímabilinu er 630 milljónir króna.


Kynning

Samhliða birtingu á þessu uppgjöri boðar Reginn til opins kynningarfundar miðvikudaginn 26. nóvember kl. 08:30 í  Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 á 2. hæð. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri félagsins mun kynna afkomu þriðja ársfjórðungs 2014. Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið: fjarfestatengsl@reginn.is.

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/7395499fa351456298b9f99b0f1515051d