Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Árshlutareikningur Regins fyrstu þrjá mánuði ársins 2016

12.5.2016
Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 31. mars 2016 var samþykktur af stjórn þann 11. maí 2016.

Árshlutareikningur Regins fyrstu þrjá mánuði ársins 2016.

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 31. mars 2016 var samþykktur af stjórn þann 11. maí 2016.

  • Rekstrartekjur námu 1.530 m.kr.
  • Vöxtur leigutekna frá fyrra ári var 26%.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 1.003 m.kr. og jókst um 26% frá fyrra ári.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins var 76.378 m.kr. samanborið við 63.949 m.kr. í árslok 2015. Matsbreyting á tímabilinu var 517 m.kr.
  • Hagnaður eftir skatt nam 750 m.kr. sem er aukning um 31% frá fyrra ári
  • Handbært fé frá rekstri nam 779 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir voru 46.662 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við 39.474 m.kr. í árslok 2015.
  • Eiginfjárhlutfall var í lok tímabilsins 33,1%.
  • Hagnaður á hlut fyrir tímabilið var 0,52 samanborið við 0,40 fyrir sama tímabil árið áður.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa 31. mars 2016 voru 564.

Rekstur og afkoma

Afkoma Regins á fyrsta ársfjórðungi var góð og í samræmi við áætlun félagsins. Rekstrartekjur námu 1.530 milljón króna og þar af námu leigutekjur 1.391 milljónum króna. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs eru 26%.

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 1.003 milljónir króna sem samsvarar 26% hækkun samanborið við sama tímabil árið 2015.

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins er fjölbreytt og gott atvinnuhúsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Fjöldi fasteigna í lok tímabilsins var 131 og heildarfermetrafjöldi þeirra eigna er 319 þúsund. Útleiguhlutfall á safni Regins er yfir 97% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi.

Stærstu eignir Regins eru verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi.

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers árs í tengslum við gerð ársreiknings sem og í lok hvers uppgjörstímabils. Matsbreyting á fyrstu 3 mánuðum ársins nam 517 milljónum króna.

Stækkun félagsins og horfur í rekstri

Uppbygging og stækkun eignasafns félagsins hefur gengið í samræmi við áætlun og fjárfestingastefnu þess.

Á tímabilinu fékk félagið afhent fasteignafélögin Ósvör ehf. og CFV 1 ehf. Félögin eiga eignasöfn sem telja 23 fasteignir og um 43 þúsund fermetra, útleiguhlutfall safnsins er um 93%.

Í tengslum við fyrrnefnd kaup jók Reginn hf. hlutafé sitt um 126.600.000 krónur að nafnverði með heimild hluthafafundar frá 22. mars 2016. Hlutafé í Regin hf. eftir aukningu er því 1.555.300.000 krónur að nafnverði. Hlutafjáraukningunni var ráðstafað sem greiðslu fyrir hlutafé fyrrnefndra félaga.

Félagið keypti einnig allt hlutafé í fasteignafélögunum Þrekhöllinni ehf. og Vatneyri ehf., en þau félög eiga fasteignirnar Strandgata 14 og Skólastígur 4. Félögin eru hluti af samstæðu Regins hf. frá og með 1. mars 2016.

Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og engar vísbendingar eru um annað en að áætlanir félagsins standist.

Kynning á félaginu

Samhliða birtingu á þessu uppgjöri boðar Reginn til opins kynningarfundar föstudaginn 13. maí kl. 8:30 á veitingastaðnum Caruso, Austurstræti 22, 101 Reykjavík.

Helgi S. Gunnarsson forstjóri félagsins mun kynna uppgjörið og svara spurningum.

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is.

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrsta ársfjórðungs og kynningargögn á www.reginn.is/fjarfestavefur/

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262