Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð!

13.1.2023
Samkvæmt niðurstöðum mælinga Íslensku ánægjuvogarinnar mælist ánægja viðskiptavina Smáralindar hæst í flokki verslunarmiðstöðva – nú þriðja árið í röð. Rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í þessari viðurkenningu og þökkum við þeim kærlega fyrir gott samtarf.

Ánægðari viðskiptavinir þriðja árið í röð!

Við erum gríðarlega stolt að segja frá því að ánægja viðskiptavina Smáralindar hefur nú mælst hæst í flokki verslunarmiðstöðva þrjú ár í röð en í morgun voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 kynntar.

Margt hefur verið gert til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina Smáralindar síðustu misseri. Meðal annars hafa margar nýjar verslanir opnað í húsinu þannig að fjölbreytni og vöruframboð hefur aukist, hleðslustæðum hefur verið fjölgað og þá er einnig komin fullkomin hjólageymsla fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í þessari viðurkenningu og þökkum við þeim kærlega fyrir gott samtarf.