Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn 22. apríl 2013

27.3.2013

Stjórn Regins hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, fundasalnum Rímu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, mánudaginn 22. apríl 2013 og hefst stundvíslega kl. 16:00.

Aðalfundur Regins 2013

Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 15. gr. samþykkta félagsins:

1.       Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár.

2.       Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar.

3.       Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á næstliðnu reikningsári.

4.       Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.

5.       Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum.

6.       Tillögur til breytinga á samþykktum.

7.       Kosning félagsstjórnar.

8.       Kosning endurskoðanda.

9.       Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil.

10.   Önnur mál.

Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að því hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar áður en tvær vikur eru til aðalfundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess.

Atkvæðagreiðslur og kosningar  verða einungis  skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum.

Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann sbr. 14. gr. samþykkta félagsins.

Dagskrá og endanlegar tillögur munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, tveimur vikum fyrir aðalfundinn. Upplýsingarnar verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, www.reginn.is.

 

Fundargögn verða afhent á fundarstað.

Kópavogur, 28. mars 2013

Stjórn Regins hf.