9 mánaða uppgjör hefur verið birt

8.11.2019
Rekstur félagsins gengur vel og er samkvæmt áætlun.

Rekstrartekjur námu 7.282 m.kr. og þar af námu leigutekjur 6.845 m.kr. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs var 26%. Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 4.999 m.kr. sem er 33% hækkun samanborið við sama tímabil árið 2018. Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði til leigu hefur verið mjög góð og náðst hefur mikill og góður árangur í útleigu til opinberra aðila og sterkra félaga. Það sem af er ári hafa verið gerðir nýir leigusamningar fyrir um 38 þús. m . Þar af er endurnýjun eldri samninga um 24%.