Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

36% af eignasafni Regins er BREEAM In-use vottað

17.11.2023

Við höfum unnið ötullega að BREEAM In-Use umhverfisvottun bygginga okkar undanfarin ár. Smáralind var fyrsta bygging félagsins til að hljóta vottun árið 2019 og jafnframt fyrsta byggingin á Íslandi til að hljóta vottunina. Síðan hafa Höfðatorgsturninn í Katrínartúni 2 , Borgartún 8-16 og nú síðast Egilshöll bæst í hópinn.

Samkvæmt vottunarkröfum fer endurvottun fram á þriggja ára fresti og hefur Smáralind þegar hlotið sína endurvottun. Þá er endurvottunarferli Höfðatorgsturnsins hafið. 

36% af eignasafni Regins hefur því hlotið BREEAM In-Use umhverfisvottun, Áslandsskóli er í vottunarferli og stefnt er að vottun enn fleiri eigna.