Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

12.3.2024

Nýlega var 10 nýjum 11-22 kW hleðslustæðum bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin (Hagkaupsmegin) við húsið en þar eru 8 hleðslustöðvar staðsettar á 1. hæð bílastæðahússins og 8 stöðvar á 2. hæð sömu megin.

Einnig var bætt við 240kW hraðhleðslustöð sem getur þjónað 4 bílum í einu sunnan megin en þær stöðvar bjóða upp á þrjú CCS tengi og eitt CHADEMO tengi. Tvöfaldri hleðslustöð var komið upp við bílastæði fyrir fatlaða en sú stöð er í lækkaðri hæð til þess að auðvelda aðgengi.

Nú má því finna 28 hleðslustæði og 4 hraðhleðslustæði í heildina við Smáralind. Virkja má stöðvarnar með Ísorkulykli eða Ísorkuappi og má sjá verðskrá í Ísorkuappinu.

Við hjá Regin erum virkilega ánægð með þessa viðbót sem er í fullu samræmi við sjálfbærnistefnu félagsins.