Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

10 ár frá brunanum í Austurstræti

19.4.2017
Í gær þann 18. apríl voru 10 ár liðin frá brunanum sem grandaði tveimur af þekktustu nítjándu aldar húsum Reykjavíkur.

Í gær þann 18. apríl voru 10 ár liðin frá brunanum sem grandaði tveimur af þekktustu nítjándu aldar húsum Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í umfjöllun Ríkisútvarpsins í gær, en umfjöllunina má sjá hér.

Eins og fjallað er um í fréttinni var það ákvörðun Reykjavíkurborgar að reiturinn yrðu endurbyggður. Við enduruppbyggingu skyldi reynt að ná fram anda fyrra skipulags og bygginga.
Einnig var lögð áhersla á að mannvirki yrðu þannig úr garði gerð að öflug atvinnustarfsemi gæti þrifist í húsunum.

Reykjavíkurborg ákvað að lokinni vel heppnaðri endurbyggingu að setja eignirnar á sölu, Reginn bauð í eignirnar og var gengið frá kaupsamningum haustið 2015.

Það er mat Regins að Reykjavíkurborg hafi tekið réttar ákvarðanir varðandi skipulag, uppbyggingu og meðhöndlun verkefnisins. Sveitarfélög og opinberir aðilar þurfa að hafa styrk og þor til að taka ákvarðanir um skipulagsmál og uppbyggingu. Sérstaklega þegar kemur að mikilvægum svæðum eins og miðborg Reykjavíkur og svæðum og eignum sem hafa varðveislu- og menningarlega sögulegt gildi fyrir framtíðina.