Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Hafðu samband

Heimar birtu uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 21. ágúst 2025.

Nánar hér

Stefna Heima hvað varðar staðsetningu og kröfur til eigna félagsins er skýr. Fjárfest er í skilgreindum kjarnasvæðum þar sem fólk getur lifað, leikið og starfað á sama svæði. Við höfum markvisst endurmótað eignasafnið okkar, selt stakar eignir og aukið áherslu á þéttbýl kjarnasvæði sem styðja við sjálfbærni, nútímalegt skipulag og breyttar þarfir neytenda.

67% fermetra í eignasafni Heima, sem telja 71% af leigutekjum félagsins, eru nú innan skilgreindra kjarna, þar á meðal Smáralindarsvæðinu, miðbæ Reykjavíkur, Borgartúni og miðbæ Garðabæjar.

Ávinningurinn er augljós: Sterk kjarnasvæði skapa lífvænleg samfélög, fjölbreytt tækifæri og aukið virði fyrir íbúa, umhverfið, viðskiptavini og fjárfesta. Mikil gróska er í uppbyggingu þróun á kjarnasvæðum okkar, frá fullri útleigu Höfðatorgs og nýjum skrifstofum í Smáralind til glæsilegs veitingasvæðis sem opnar í Smáralind árið 2025. Öll þróun er hugsuð til að byggja upp og styrkja samfélögin innnan kjarnasvæðanna sem svo eykur ávinning allra enn frekar.