Tilnefningarnefnd

Hlutverk og skipan tilnefningarnefndar

Hjá Heimum hf. starfar tilnefningarnefnd, sem hefur það hlutverk að vera ráðgefandi við val á stjórnarmönnum félagsins. Í því samhengi skal tilnefningarnefndin óska tímanlega eftir tillögum frá hluthöfum um stjórnarmenn fyrir félagið og ber nefndinni að taka við öllum tillögum og framboðum.

Tilnefningarnefnd Heima hf. var skipuð á aðalfundi félagsins 12. mars 2024 og er skipunartími hennar til aðalfundar 2026.

Guðfinna S. Bjarnadóttir, formaður. Guðfinna er eigandi LC ráðgjafar ehf. og ráðgjafi í stjórnun, stefnumótun og framkvæmd stefnu. Guðfinna er með doktorspróf i atferlisfræði með áherslu á stjórnun frá West Virginia University í Bandaríkjunum.

Árni Gunnarsson. Framkvæmdastjóri Olíudreifing ehf. Árni er með Dipl.Kfm M.Sc. frá háskólanum í Augsburg, Þýskalandi.

Ína Björk Hannesdóttir. Framkvæmdastjóri Rætur fasteignafélag ehf. ásamt dótturfélögum þess. Ína er með M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.

Starf tilnefningarnefndar


Hægt er að nálgast framboðseyðublað neðst á þessari síðu.

Senda má fyrirspurnir á tilnefningarnefnd@heimar.is

 

Við mat tilnefningarnefndar er höfð hliðsjón af Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Í því samhengi leitast nefndin eftir því að meta frambjóðendur út frá hæfni, reynslu og þekkingu. Horfa þarf til hvort að breytingar séu framundan í starfsemi félagsins sem hafa áhrif á samsetningu stjórnar. Við mat á framboðum ber nefnd einnig að líta til niðurstöðu frá árangursmati stjórnar félagsins við mat á samsetningu stjórnar og hæfni stjórnarmanna.

Tillaga nefndarinnar þarf að auki að vera í samræmi við lög er snúa að kynjahlutfalli í stjórn og ákvæði annarri viðeigandi laga er lúta að hæfi stjórnarmanna.

Starfsreglur tilnefningarnefndar má nálgast HÉR.

 

Aðrar upplýsingar

Farið verður með allar persónuupplýsingar, sem tilnefningarnefnd berst, sem trúnaðarmál á meðan á vinnu nefndarinnar stendur.
Tillaga tilnefningarnefndar um val á stjórnarmönnum verður birt samhliða boðun aðalfundar eða í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund.
Þótt tilnefningarnefnd tilnefni ekki frambjóðanda í stjórn er framboðið eftir sem áður gilt hafi það uppfyllt öll formskilyrði. Vakin skal athygli á að endanlegar upplýsingar um alla frambjóðendur til stjórnar félagsins verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995.