Það er mat stjórnar og stjórnenda félagsins að með fylgni við góða stjórnarhætti sé stuðlað að gagnsæi og traustum samskiptum milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Með því er grunnurinn lagður að ábyrgri stjórnun þar sem hlutverk eru skilgreind með réttum hætti.
Stjórn og stjórnendur félagsins hafa sett sér það markmið að viðhafa og stuðla að fyrirmyndar stjórnarháttum.
Á árinu 2022 hlaut félagið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum frá Stjórnvísi og Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í kjölfar jafnlaunagreiningar. Félagið hlaut að auki á árinu staðfestingu á jafnréttisáætlun félagsins af Jafnréttisstofu. Félagið hefur jafnframt hlotið viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki eftir greiningu Creditinfo samfleytt frá árinu 2014 og verið þar í fremstu röð