600 Akureyri
Sunnuhlíð - laus rými
Í Sunnuhlíð er unnið markvisst að því að efla heilsutengda þjónustu í húsinu, með það að markmiði að skapa glæsilegan og framúrskarandi heilsu- og þjónustukjarna. Áhersla er lögð á fjölbreytta þjónustu sem stuðlar að vellíðan og bættri heilsu.
Eignin var nýverið endurhönnuð og öll sameign uppfærð í þeim tilgangi að bæta aðgengi, ásýnd og innra skipulag. Húsið er um 4.500 fermetrar og nýtir heilsugæslan um helming þess undir sína starfsemi.
Áhugasamir aðilar eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á leiga@heimar.is.
- Möguleiki á rúmlega 1.600 fermetrum til ráðstöfunar en rýmin eru staðsett á jarðhæð og neðri jarðhæð
- Endurhannað húsnæði sem mætir öllum helstu nútímakröfum
- Næg bílastæði og gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi
- Öll sameign endurnýjuð og aðgengi á milli hæða með besta móti