Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

105 Reykjavík

Sóltún 2

Sóltún 2 er 92 íbúða hjúkrunarheimili í 12 kjörnum á þremur hæðum, alls um 6.900 m2. Allar íbúðir eru sérstaklega hannaðar með það fyrir augum að mæta einstaklingsþörfum íbúa og skapa umönnunarfólki góða vinnuaðstöðu. Verkefnið var boðið út sem einkaframkvæmd (PPP) árið 1999 og gerði ríkið í framhaldi samning við Öldung hf. um að hanna, byggja og reka hjúkrunarheimili að Sóltúni 2. Hjúkrunarheimilið Sóltún hefur verið rekið af Öldungi hf. síðan í janúar 2002 með þjónustusamningi við ríkið. Markmið Sóltúns er að veita íbúum sínum bestu hjúkrun og aðra þjónustu sem völ er á á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur. Heima keypti fasteign Sóltúns 2 árið 2020 með leigusamningi við Öldung hf.