Silfursmári - verslunarrými
Hjartað í nýrri miðborg
Heimar bjóða til leigu einstaklega vel staðsett verslunar- og þjónusturými við Silfursmára. Húsnæðið er staðsett á besta stað í miðju höfuðborgarsvæðisins og býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu.
Helstu kostir: Staðsett í miðju höfuðborgarsvæðisins með fjölbreytta samgöngumáta. Mikil þjónusta er í nánasta umhverfi. Rýmin eru með stórum gluggafrontum með miklum sýnileika.
Stærð: Um er að ræða rými sem er 166m2 að stærð.
Skipulag: Nútímaleg verslunar - og þjónustými með stórum gluggafrontum og góðri lofthæð.
Aðstaða: Rýmin eru með stórum gluggafrontum með miklum sýnileika við eina helstu aðkomuleið að Smáralind. Rýmin henta vel fyrir sérvöruverslanir og hverfistengda þjónustustarfsemi. Rýmin eru hluti af nýrri Smárabyggð, þar sem eru um 675 íbúðir.
Aðgengi: Gott aðgengi er við Silfursmára. Silfursmári er nálægt helstu stofnbrautum og eru bílastæði bæði fyrir framan rýmin og fjöldi bílastæða við Smáralind.
Umhverfi: Mikil þjónusta er í nærumhverfi og má þar nefna t.d Smárlindina og heilsugæslu í 100m fjarlægð. Í Smáralind eru samankomnir um 100 rekstraraðilar sem bjóða upp á margvíslega verslun, þjónustu, veitingar og afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Nýtt veitingasvæði mun opna þar fyrir lok árs 2025. Árlega koma um 4 milljónir gesta í Smáralind.
Áhugasömum er bent á að hafa samband á leiga@heimar.is fyrir nánari upplýsingar.