Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

101 Reykjavík

Hafn­ar­stræti 18 - jarð­hæð og kjall­ari

Glæsilegt verslunar- og þjónusturými í heillandi byggingu á kjarnasvæði í miðbæ Reykjavíkur.

Sögufræg og friðuð bygging sem er upphaflega frá árinu 1796 en var svo endurbyggð á árunum 2018 til 2023.

Byggingin er hluti af Hafnartorgssvæðinu en það hefur verið mikil uppbygging á svæðinu á síðustu árum. Hafnartorgssvæðið er nútímalegt borgarhverfi sem nær alveg frá Lækjartorgi og að Hörpu. Á svæðinu er blandað saman íbúðarhúsnæði, skrifstofum, hótelum, verslununum og þjónustu ásamt menningartengdri starfsemi.

Leigustærð er allt að 680 fermetrar en um er að ræða rými á neðri jarðhæð og 1. hæð hússins. Leigurýmin bjóða upp á mikla lofthæð og stór gluggarými.

Undir svæðinu alla leið að Hörpu er stærsti bílakjallari landsins sem fólk getur keyrt inn um á 3 mismunandi stöðum og gengið upp á mörgum stöðum, m.a. með lyftum og rúllustigum beint upp á göngugöturnar og verslunarsvæðin.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband með því að senda tölvupóst á leiga@heimar.is.