Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Yfirlit yfir íbúðarhúsnæði í eigu Landsbankans og dótturfélaga

14.2.2012

Vegna umræðu um húsnæðis- og leigumarkað undanfarið vill Landsbankinn upplýsa um stöðu fasteigna sem bankinn hefur eignast:

Landsbankinn hefur mótað sér skýra stefnu um sölu fullnustueigna sem miðar að opnu og gagnsæju verklagi og má kynna sér hvernig því er háttað á vef bankans og dótturfélaga. Viðskiptavinir bankans, væntanlegir kaupendur, samkeppnisaðilar og aðrir hagsmunaðilar geta kynnt sér það ferli sem unnið er eftir á meðan fullnustueign er í umsýslu bankans. Íbúðarhúsnæði viðskiptavina er eingöngu selt hjá fasteignasölum og er ekki auglýst til sölu á vef bankans eða dótturfélaga hans. Fasteignir eru jafnan skráðar til sölu hjá tveimur viðurkenndum fasteignasölum og eru að lágmarki boðnar til sölu í eina viku áður en gengið er að tilboði.

Bankinn telur mikilvægt að gera grein fyrir þessum málum þar sem því hefur verið haldið fram að bankar og þar með Landsbankinn sitji á íbúðum og haldi þannig uppi verði, bæði á sölu- og leiguíbúðum. Sú staðhæfing er röng. Í eigu bankans eru 230 íbúðir og er um 20% þeirra á byggingarstigi. Stefna Landsbankans er að setja í sölu allar íbúðir sem bankinn eignast eins fljótt og unnt er.

Í útleigu eru 73 íbúðir og hefur sá fjöldi farið vaxandi á undanförnum misserum. Íbúðir eru undantekningarlaust leigðar til gerðarþola og miðast leiga við markaðsverð á hverjum tíma en fer aldrei umfram það. Bankinn stundar enga leigumiðlun og leigir aldrei út íbúðir eftir að þær hafa verið tæmdar heldur kemur þeim þá sem fyrst í sölu. Því er ljóst að eignir bankans hafa takmörkuð áhrif á framboð eða verð á leigumarkaði.

Íbúðir í eigu bankans eru um allt land. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu þeirra eftir svæðum og hvernig sá fjöldi skiptist í eignir til sölu og leigu og eignir sem eru á byggingarstigi eða ekki tilbúnar til sölu:

Íbúðir í eigu bankans

Staður Samt. fjöldi íb. Í leigu Til sölu Í byggingu/ekki
tilbúið til sölu
Reykjavík 101-108 45 24 12 9
Reykjavík 109-113 23 8 5 10
Kópavogur 7 3 2 2
Garðabær 4 2 2 0
Hafnarfjörður-Álftanes 23 14 2 7
Reykjanes 60 13 24 23
Mosfellsbær 11 2 2 7
Akranes 12 1 10 1
Akureyri 1 1 0 0
Egilsstaðir 6 3 0 3
Suðurland 30 2 11 17
Vestfirðir 5 0 1 4
Annað 3 0 3 0
Alls: 230 73 74 83

Gagnrýnt hefur verið að leiguverð sé of hátt á stöðum þar sem er mikil eftirspurn og það er réttmæt gagnrýni. Verðið ræðst af framboði og eftirspurn, mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði en lítið framboð, sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. Besta leiðin til að breyta þessu er að auka framboð á húsnæði meðal annars með því að hraða framkvæmdum á skipulögðum svæðum af hálfu verktaka eða annarra sem vilja byggja eða klára íbúðir með það fyrir augum að selja eða leigja út.

Byggingarland og lóðir

Landsbankinn hefur líka eignast umtalsvert af byggingarlandi og lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessar eignir eru vistaðar í Reginn ehf., dótturfélagi Landsbankans. Sumt af landinu hefur þegar verið deiliskipulagt en annað er styttra komið og á þróunarstigi. Mikil áhersla hefur verið lögð á af hálfu bankans og dótturfélaga hans, að finna samstarfsaðila í þróunarverkefnum og/eða selja byggingarland og lóðir en eftirspurn hefur reynst minni en æskilegt væri.

Byggingaland og lóðir

  Lýsing eignar Íbúðir Lóðir og
skipulögð svæði
Staða
Íbúðir og íbúðabyggingar        
Sólmundarhöfði 7, 300 Akranesi Íbúðarhúsnæði í byggingu. 31   Unnið að frekari þróun og endurskoðun í samráði við Akranesbæ.
Lóðir og skipulögð svæði        
Kross á Akranesi, áfangi II Byggingaland. Deiliskipulag ósamþykkt.   152 einingar til byggingar Í þróun/vantar eftirspurn.
Kross á Akranesi Lóðir fyrir einbýli og fjölbýli. Tilbúið til sölu/úthlutunar.   133 einingar Vantar eftirspurn.
Hagaland Selfossi Lóðir í tilbúnu hverfi. Deiliskipulagt að hluta.   330 einingar Vantar eftirspurn.
Kársnesland Kópavogi, lóðir Garðabæ Deiliskipulagt svæði.   447 einingar Unnið að frekari þróun og endurskoðun í samstarfi við aðra eigendur að landinu.
Einholtsreitur (Einholt og Þverholt) Reykjavík Deiliskipulagt, fyrirhugaðar stúdentaíbúðir.   380 einingar Unnið að frekari þróun og endurskoðun í samráði við ýmsa aðila.

Nálgast má allar upplýsingar um byggingarland og lóðir hér á vef Regins ehf. eða hjá starfsmönnum félagsins, reginn@reginn.is.