Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Hafðu samband

Verkefnastjóri í framkvæmdateymi óskast

8.11.2024

Heimar leita að reyndum verkefnastjóra í framkvæmdateymi félagsins. Í boði er fjölbreytt og lifandi starf í góðum og samheldnum hópi. Í starfinu gefast tækifæri til að vinna að spennandi framkvæmdaverkefnum bæði á undirbúnings- og framkvæmdastigi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Verkefnastjórnun byggingaframkvæmda
  • Undirbúningur, áætlanagerð, skipulagning, eftirfylgni og frávikagreininga framkvæmdaverkefna
  • Öflun og utanumhald tæknilegra gagna sem snúa að eignasafni Heima
  • Samskipti við viðskiptavini, leigutaka, verktaka og ráðgjafa

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í verkfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Að minnsta kosti 5-7 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð greiningarhæfni og hæfni til að miðla upplýsingum á skilvirkan hátt
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptahæfni

Við erum annað og meira.

Heimar er leiðandi fasteignafélag á Íslandi og er byggt á sterkum grunni. Við sköpum virði fyrir samfélagið, mótum borgarkjarna sem dafna og greiðum leiðina að sjálfbærri framtíð fyrir komandi kynslóðir.

Hjá Heimum starfa um 75 manns við fjölbreytt störf og leggjum við áherslu á að tryggja velferð, vellíðan og öryggi starfsfólks. Félagið hefur í gildi jafnlauna- og jafnréttisstefnur ásamt jafnlaunakerfi sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Við ráðningar er leitast við að jafna hlutföll kynjanna að uppfylltum hæfniskröfum.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Björk Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri, gydab@heimar.is

Sækja um hér.