Útboð: Egilshöll, Innri frágangur v. Keilusalar o.fl.

14.2.2012

Reginn ehf. f.h. dótturfélags síns Kvikmyndahallarinnar ehf. óskar eftir tilboðum verktaka í frágang innanhúss á 1. hæð nýbyggingar við Egilshöll.

Verktaki tekur að sér að undirbúa um 2.800 m² aðstöðu í Egilshöll fyrir keiluhöll, veitingasölu og verslun. Húsnæði skal skila tilbúnu til sérinnréttinga sem rekstraraðili væntanlegrar starfsemi mun annast.

Um er að ræða frágang lofta og veggja, uppbyggingu gólfa og gólfefni auk lagna-, loftræsi- og rafkerfa. Undanskilin er undirbygging og uppsetning keilubrauta með tilheyrandi búnaði.

Gera skal ráð fyrir að framkvæmdum sé lokið 15. nóvember 2011.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 15. júní 2011. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu senda tölvupóst á netfangið vsb@vsb.is og óska eftir útboðsgögnum. Taka þarf fram nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu umsækjanda. Umsjónaraðili verkkaupa með útboði er VSB Verksfæðistofa ehf. / Örn Guðmundsson orn@vsb.is.

Útboðsgögn verða send viðkomandi í tölvupósti. Gögn verða ekki afhent á annan hátt, hvorki prentuð né á geisladiski.

Skilafrestur tilboða er til miðvikudagsins 29. júní 2011 klukkan 13:00. Tilboð verða opnuð þá á skrifstofu Regins ehf. að Borgartúni 25, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Blaðaauglýsing