Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Tryggingastofnun ríkisins flyst í Hlíðasmára 11

25.3.2019

Reginn Atvinnuhúsnæði hefur lokið við að afhenda Tryggingastofnun ríkisins skrifstofuhúsnæði að Hlíðasmára 11, 201 Kópavogi. Um er að ræða 2.564 fermetra skrifstofuhúsnæði sem er nýinnréttað og aðlagað eftir þörfum Tryggingastofnun ríkisins. Við hönnun húsnæðisins var lögð áhersla á hljóðvist, loftgæði og aðgengi fyrir alla. Innra skipulag húsnæðisins miðast við opin vinnurými í bland við næðisrými og afdrep

Á næstu dögum mun TR flytja alla sína starfsemi á Laugavegi 114 yfir í Hlíðasmára 11 og stefnir á formlega opnun 1. apríl n.k.

Húsnæðið var hannað af Batterí Arkitektar. Reginn sá um stýringu og samræmingu verkefnis.