Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum

Heimar leita að metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í greiningum og fjárfestingum á fjármálasviði félagsins. Viðkomandi mun starfa í fjölbreyttum verkefnum í samstarfi við fjármálastjóra Heima og aðra stjórnendur.
- Greiningar á fjárfestingakostum og verðmöt
- Gerð kynningargagna og miðlun upplýsinga
- Arðsemisútreikningar
- Ýmsar rekstrargreiningar
- Menntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilegt
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Góð greiningarhæfni og brennandi áhugi á viðskiptum
- Hæfni til að miðla upplýsingum á skilvirkan hátt
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Við erum annað og meira.
Heimar er leiðandi fasteignafélag á Íslandi og er byggt á sterkum grunni. Við sköpum virði fyrir samfélagið, mótum borgarkjarna sem dafna og greiðum leiðina að sjálfbærri framtíð fyrir komandi kynslóðir.
Hjá Heimum starfa um 75 manns við fjölbreytt störf og leggjum við áherslu á að tryggja velferð, vellíðan og öryggi starfsfólks. Félagið hefur í gildi jafnlauna- og jafnréttisstefnur ásamt jafnlaunakerfi sem fyrirbyggir beina og óbeina mismunun vegna kyns. Við ráðningar er leitast við að jafna hlutföll kynjanna að uppfylltum hæfniskröfum.
Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Björk Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri, gydab@heimar.is
Sækja um starf hér.