Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Samstarfssamningur undirritaður

14.2.2012

Á laugardaginn sl. skrifuðu Knatthöllin ehf., rekstarfélag Egilshallarinnar, og UMF Fjölnir undir samning um aukið samstarf.

Fjölnir flutti höfuðstöðvar sínar í Egilshöll fyrir rúmu ári og er markmið samningsins m.a. að styrkja það góða samstarf sem byggst hefur upp á þeim tíma.

Einnig mun Fjölnir fá afhenta aðstöðu fyrir aðalskrifstofu sína og félagsheimili.

Fjölnir mun taka að sér umsjón með útleigu á knattspyrnu- og tennisvöllum til almennings og leiða markaðsstarf til kynningar á þeirri glæsilegu aðstöðu sem hefur verið að byggjast upp í og við Egilshöll á undanförnum árum. Með opnun kvikmyndahúss sl. haust og með opnun keiluhallar næsta haust er Egilshöllin að verða alhliða íþrótta- og afþreyingarmiðstöð með áherslu á fjölskyldufólk sem vill verja meiri tíma saman.

Samstarfssamningur undirritaður